ingi þór garðarsson

Ingi Þór Bauer

Framleiðslustjóri

ingi@kalt.is

Eftir að hafa lokið námi sínu í Los Angeles er Ingi Þór snúinn aftur heim með mikla reynslu og þekkingu á myndbandagerð og fyrirtækjalausnum. Sem fyrrum starfsmaður Stórveldisins og 365 miðla þar sem hann sá um framleiðslu á hinum ýmsu þáttum þá hefur Ingi marga fjöruna sopið. Ingi hefur sjálfur leikstýrt tónlistarmyndböndum hérlendis með mörgum af ástsælustu tónlistarmönnum landsins ásamt því að hafa ferðast erlendis og skotið tónlistarmyndbönd meðal annars í Kalíforníuríki Bandaríkjanna og Munchen í Þýskalandi. Hann ber ábyrgð á allri framleiðslu KALT og tryggir það að þitt myndband líti út nákvæmlega eins og þú vilt, sama hvort það varðar upptöku eða eftirvinnslu.
 

róbert úlfarsson

Róbert Úlfarsson

Framkvæmdastjóri

robert@kalt.is

Með B.Sc gráðu í Entertainment Business frá Bandaríkjunum þá hefur Róbert í gegnum sinn feril og nám lagt mikla áherslu á “digital marketing”. Eftir að hafa unnið í markaðssdeild Toyota í nokkur ár þar sem hann meðal annars bar ábyrgð á samskiptum við auglýsingastofur og framleiðsufyrirtæki þá þekkir hann ferlið sem markaðsdeildir ganga í gegnum og leggur mikið í að viðskiptavinum KALT finnist það fyrst og fremst einfalt og þægilegt að vinna með Kalt að því að ná sínum markmiðum í gegnum skapandi markaðssetningu. Sem framkvæmdarstjóri Kalt ber Róbert ábyrgð á því að öll þjónusta Kalt við viðskiptavini fyrirtækisins haldist í hendur við einkennisorð KALT, einfalt, skapandi og framúrskarandi.
 

Stefán Atli Rúnarsson

Stefán Atli Rúnarsson

Sölu- og Markaðsstjóri

stefan@kalt.is

Sem (næstum) viðskiptafræðingur er Stefán Atli fær um að greina þinn markað og betur skilja hvernig þú og þitt fyrirtæki eigið sem bestan möguleika á að staðsetja ykkur á markaði ykkar. Stefán hafði lengi unnið að myndbandagerð áður en hann hóf nám í viðskiptafræði og hann er því fullkomin blanda af skapandi hugmyndum -og viðskiptahugviti. Hann á auðvelt með að hjálpa fyritækjum að átta sig á því hvernig myndband virkar sem best fyrir þau ásamt því að samræma að öll framleidd myndbönd ogauglýsingar haldist í hendur við merki og gildi viðkomandi fyrirtækis. Ásamt því að vera í lykilhlutverki í framleiðslu KALT, þá er Stefán einnig sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins og hlakkar til að heyra frá þér og ræða við þig um hinar ýmsu lausnir sem Kalt getur boðið þér.