Ástríða sem varð að atvinnu

 

Eins og hver manneskja er einstök þá er hvert myndband það líka, við hjá KALT höfum ávallt haft það að leiðarljósi að endurtaka okkur aldrei. Við erum stöðugt að leitast eftir því að finna nýjar lausnir, fara nýjar leiðir og taka alltaf skref fram á við í átt að betra myndbandi, betri auglýsingu og betri lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

 
ingi+þór+garðarsson.jpeg

Ingi Þór Bauer

📧 ingi@kalt.is

📞 6925402

róbert+úlfarsson.jpeg

Róbert Úlfarsson

📧 robert@kalt.is

📞 7775577

Stefán+Atli+Rúnarsson.jpeg

Stefán Atli Rúnarsson

📧 stefan@kalt.is

📞 7757221


 

Þrátt fyrir að KALT ehf hafi verið stofnað árið 2017, byrjuðu einstaklingar hópsins að vinna saman að hinum ýmsu myndböndum mörgum árum áður og hafa á sínum ferli unnið að tónlistarmyndbandsgerð fyrir marga af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og framleitt auglýsingar og myndbönd fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins.

Ævintýrið byrjaði árið 2011 þar sem Ingi Þór, framleiðslustjóri og Stefán Atli, sölu- og markaðsstjóri, leiddu hesta sína saman og stofnuðu hópinn Ice Cold. Hópurinn framleiddi, tók upp og klippti sketsa, stutt myndbönd og tónlistarmyndbönd og hægt og rólega stækkuðu við sér og fóru að taka að sér stærri og stærri verkefni fyrir fyrirtæki á borð við Amnesty International.

Árið 2013 kynntust tvímennaningarnir Róberti, framkvæmdarstjóra KALT ehf, í gegnum vinsælasta menntaskólaþátt landsins 12:00 og framleiddu meðal annars tónlistarmyndbönd fyrir hópinn sem eru í dag meðal vinsælustu Íslenskum tónlistarmyndbanda sögunnar á Youtube.

Hópurinn hefur síðan þá unnið saman í gegnum hin ýmsu verkefni bæði við það að framleiða myndbönd fyrir fyrirtæki líkt og Toyota og Ölgerðina, ásamt því að hafa skapað efni fyrir 365 miðla, Bravó, Stórveldið, MBL, Vísi.is og Áttuna.

Þessi blanda af bakgrunni í skemmtanaiðnaðinum og reynslu af því að vinna með fyrirtækjum hefur gefið KALT innsýn inn í það hvernig á að framleiða efni sem fólk tengir við ásamt þekkingu og reynslu á því að skapa myndbönd sem neytandinn hefur gaman af og langar að horfa á en ekki bara auglýsing sem fólk þarf að horfa á.

Hvort sem þú ert að leitast eftir ódýrari lausn eða stærri og meiri framleiðslu, sama hvort þú sért í byrjunarpælingum eða einungis að leitast eftir því að klára síðustu smáatriðin þá erum við tilbúnir og klárir að vinna þitt verkefni með þér og fyrir þig.