hver erum við?

Eins og hver manneskja er einstök þá er hvert myndband það líka, við hjá KALT höfum ávallt haft það að leiðarljósi að endurtaka okkur aldrei. Við erum stöðugt að leitast eftir því að finna nýjar lausnir, fara nýjar leiðir og taka alltaf skref fram á við í átt að betra myndbandi, betri auglýsingu og betri lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.


 
 
brainstorm.png

skapandi

Góð hugmynd skiptir öllu máli, án hennar væri ekki til neitt myndband. Við leggjum mikla áherslu á að finna nýjar og ferskar hugmyndir sem standa út úr fyrir fyrirtæki.
Við reynum að endurtaka okkur aldrei og taka alltaf skrefið í átt að nýjungum. Hvort sem þarf að kynna þráðlausan míkrafón fyrir krökkum eða kynna glænýjan ís ársins þá reynum
við að skapa eitthvað sem hefur aldrei hefur verið gert áður.


 

myndbandagerð

Þrátt fyrir að KALT ehf hafi verið stofnað árið 2017, byrjuðu einstaklingar hópsins að vinna saman að hinum ýmsu myndböndum mörgum árum áður og hafa á sínum ferli unnið að tónlistarmyndbandsgerð fyrir marga af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og framleitt auglýsingar og myndbönd fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins.

Smelltu hér til að sjá verkin
play-button.png

 
facebook.png

áhrifavaldar

Eins og flestir ert þú örugglega komin/n með leið á orðinu áhrifavaldur. Áhrifavalda-markaðssetning hefur ekki verið uppá marga fiska síðustu ár hér á landi. KALT hefur verið í stanslausri þróun á markaðssetningu með áhrifavöldum og komist að niðurstöðu sem hentar bæði fyrirtækinu og áhrifavaldinum til góðs. Áhrifavaldar geta verið mjög góð leið til að koma vöru eða þjónustu þinni á framfæri, en það verður að gerast á réttan hátt sem hentar bæði áhrifavaldinum og fyrirtækinu. Þar kemur KALT inn og hjálpar til í öllu ferlinu.